Ramblings

December 8, 2009

WC bid hots up – excellent ambush marketing tactic by the Aussies in South Africa

Filed under: Sports Marketing — Stebbi Gunn @ 3:52 pm
Tags: , , ,

It´s no secret that after FIFA renewed its decision to rotate continentally the WC host countries the race hotted up, leaving Africa and South America ineligible to apply. As of today 9 bids have been received for the 2018 and 2022 World Cups. Candidates have applied for either or both of the 2018 and 2022 tournaments, but the 2022 hosts will not be chosen from the same continent as the 2018 hosts. Of the 9 bids, two of the more viable ones include England and Australia. Australia is heavily tipped early on, since it would be the first WC held in Oceania, and of course the infrastructure and climate is suitable as well.
At the draw in South Africa recently the Australians showed their ambush marketing skills by chasing Englands WC Ambassador David Beckham around armed with kids wearing Australia´s World cup bid colours. So when David Beckham was wheeled out infront of the media, the children jumped into his path to ask for autograph´s ( and as the picture shows, they asked him to sign on official Australia WC bid paper), and Becks being Becks of course could not refuse.

This is brilliant marketing by the Aussies, especially since the pictures now travel the web where Becks is signing off the Aussie bid !

December 1, 2009

Hörmuleg vinnubrögð

Filed under: 1 — Stebbi Gunn @ 1:33 pm
Tags: , ,

Ef það er eitthvað sem maður saknaði ekki eftir brotthvarf Blaðsins sáluga voru það heimskulegar “logostyrktarsíður” þar sem einstaka vörumerkjastjórar opinberuðu góðvild sína ( eða fákunnáttu) með því að taka þátt í einhverjum logosúpusíðum til styrktar ýmissa góðgerðarmála.

En nú tekur Morgunblaðið þetta skrefinu lengra í tilefni “fulleldisdagsins”. (Íslenska lýðveldið er sem sagt fulleldað núna)

Það sem þó vekur sérstaklega áhuga manns er hvaða hag viðkomandi fyrirtæki sjá af því að láta vörumerki sitt birtast í þessum óskapnaði. Og hvernig er samsetningin hugsuð ? Hvað eiga Olís, Sölufélag Garðyrkjumanna og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt ? Annað en kannski aðild að samráði hér og þar ?

Umrædd auglýsing

September 24, 2009

Ennþá fúskað hjá hinu opinbera

Filed under: 1 — Stebbi Gunn @ 12:21 pm
Tags: , , ,

Fyrir hartnær mánuði bloggaði ég um fúskkennd vinnubrögð hjá hinu opinbera er snýr að fræðslu til almennings vegna umræddrar svínaflensu. Gaman að sjá að upplýsingasíðan er ennþá væntanlega “á næstu dögum” líkt og hún var í júlí……. Væri ekki sterkur leikur hjá hinu opinbera að outsourca þessu til fagmanna í stað þess að rembast við þetta með tilheyrandi árangri ?

Hér má sjá síðuna frægu…… http://shausinn i rassvinaflensa.is/

September 23, 2009

Nálgun Coca Cola á HM 2010 – fagnaðarefni ?

Filed under: 1 — Stebbi Gunn @ 1:40 pm
Tags: , , ,

Coca Cola, einn stærsti styrktaraðili í heiminum kynnti nýlega hvaða nálgun verður í tengslum við HM í knattspyrnu næsta sumar sem fer fram í Suður-Afríku. Herferðin verður byggð upp í kringum 3 mismunandi sjónvarpsauglýsingar sem allar verða keyrðar á heimsvísu. Sú fyrsta skartar Roger Milla, öldungnum frá Kamerún sem varð þekktur fyrir skemmtilegt “fagn” á HM 1990, önnur auglýsingin fjallar um leit ungs knattspyrnuaðdáanda að hinum fullkomna “fagni”, og sú þriðja mun einblína á World Cup Trophy Tour sem er einmitt styrktur af Coke.

Allar munu þessar auglýsingar á einhvern hátt fjalla um hvernig knattspyrnumenn fagna mörkum sínum, og geta aðdáendur á heimsvísu sent inn sín “fögn”. Góðgerðarvinkillinn á þessu ( sem er vinsæll hjá kostendum þetta árið þar sem mikil fátækt er í Suður-Afríku), verður sá að fyrir hvert innsent fagn mun Coke styrkja ákveðin góðgerðarmál í Suður-Afríku.

Þetta er spennandi nálgun hjá Coke, og er vís til að kveikja í stuðningsmönnum um allan heim. Sérstaklega býður hún uppá mikla gagnvirkni aðdáenda sem er mikill kostur, og vonandi mun Coke á Íslandi keyra þetta í gegn hér með pompi og prakt. Hitt er svo spurning hvort að ritskoðararnir hjá FIFA muni lenda í vandræðum ef þessi fögn fara að keyra úr hófi fram ? SpiderMask

August 26, 2009

Fúsk – ekki fagmennska

Filed under: hið opinbera,islenska — Stebbi Gunn @ 11:33 am
Tags: , , ,

Hef áður minnst á fúsk hins opinbera þegar kemur að markaðsmálum. Hér er enn eitt dæmið.

Svínaflensuna (já ég kalla þetta svínaflensu, H1N1 er eitthvað svo leiðinleg nafngift) þarf vart að kynna. Það er búið að hræða hvert mannsbarn með reglulegum fréttum af þessum heimsfaraldri. Hvað með það, í flestum löndum er heilbrigðisgeirinn búinn að taka sig á og kynna fyrir fólki hvað ber að varast, hverjar hætturnar eru, hvernig gengur að koma mótefni til fólks etc etc. Því ein mesta hættan við svona fréttir af heimsfaraldri er að allskonar gróusögur og vitleysur magnast upp. Á barnalandi.is til dæmis hlýtur að vera hægt að finna ýmiskonar staðreyndarvillur um þennan sjúkdóm ef ég þekki rétt til.

Og hver eru viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins hér á Íslandi. Þessi hér – vefsíðan www.svinaflensa.is

Væri nú ekki skemmtileg tilbreyting ef þarna væri að finna gagnvirka vefsíðu sem myndi veita fólki þær upplýsingar sem það þarf, og afsanna ýmsar flækingssögur ? En þeir eru víst enn að vinna í þessari síðu, þrátt fyrir að svínaflensan hafi verið í fréttum svo mörgum mánuðum skiptir.
sneeze

August 24, 2009

Hublot sponsors of Man Utd – disappointing activation ?

Filed under: english,Markaðsmál,Sports Marketing — Stebbi Gunn @ 3:40 pm
Tags: , , ,

Swiss luxury watch brand Hublot recently signed a sponsorship deal with the English football club Manchester United. According to Hublot´s website the brand has recently become the first luxury brand to enter into football sponsorships and this follows successful sponsorships of national teams, for example Spain in the EC 2008. Being a fan of Man.Utd, and a frequent visitor of www.manutd.commanutd.com I came across their banner in the top left corner of the website. Interested to see what kind of interaction and brand message they would deliver I was very disappointed to find myself onto a corporate website of Hublot, where absolutely nothing reminded me of their sponsorship of football. This is a very missed opportunity by Hublot. Fans who visit the official website of Man.Utd. and further more click through to sponsor´s websites expect something in return. Something relating to the club, its fans and linkage to the brand. In Hublot´s case they could for example have the timeline of Man.Utd. Interesting statistics of goals scored in what minutes, examples of what minute Man. Utd. players most often score in etc etc. There are countless ways in which they could intwine timekeeping and Man.Utd. But they don´t.

Sadly yet another sponsor who misses the opportunity to interact with the fans and instead relies on the association only.

August 23, 2009

Bolt and Berlino raise questions on sponsorship

Filed under: 1 — Stebbi Gunn @ 9:30 pm
Tags: , , ,

Usain Bolt and his heroics in Berlin need no introduction. For the athletics movement his introduction is vital as every sport needs such characters to highten their profile. Such characters as Bolt become icons and role models for young audiences. Puma did brilliantly in recruiting Bolt a few years ago and now look to be reaping the benefits. Their viral campaignBolt and Berlino of the famous “Bolt Arms” and its exposure in Berlin has been very visible. We have hardly seen footage from outside the stadium or from fanzones without someone wearing the Bolt Arms. Even Berlino the offical mascot can´t get enough of doing the “Bolt pose”. And here finally comes my point, it must be strange for Adidas officials watching the official mascot ( which by the way is not wearing an Adidas outfit strangely), boosting up the competitors viral campaign.

Great work by Puma though – especially as it emphasises the brand as “fun and light-hearted”, not to mention clear winners….

August 18, 2009

Hjálmar nýta Facebook til að tengjast aðdáendum sínum betur

Filed under: Annað,Markaðsmál — Stebbi Gunn @ 4:14 pm
Tags: , , ,

Rakst á þetta fyrir nokkru síðan. Reggae sveitin Hjálmar eru með síðu á Facebook eins og margar hljómsveitir. Það sem vekur athygli er þó hversu duglegir þeir eru að nýta miðilinn til að eiga samskipti við sína aðdáendur. Nú síðast eru þeir að kynna heimildarmynd og útgáfutónleika sem eru á dagskrá fljótlega. Þeir nota tækifærið og gefa fólki kost á að vinna sér inn miða á giggið.
Gaman að sjá hljómsveitir sem eru að nýta þennan miðil og gefa eitthvað til baka til handa þeim aðdáendum sem skrá sig inn og fylgjast með þeim. Alltof mikið um statískar síður hljómsveita þar sem lítið er að gerast og fólk missir fljótt áhugann.

Svo er þetta auðvitað líka algert snilldar band……Hjálmar á Facebook

August 10, 2009

Umdeild útfærsla Burger King á fótboltatreyjum Getafe

Filed under: Íþróttir,Sports Marketing — Stebbi Gunn @ 2:39 pm
Tags: ,

Getafe, spænskt knattspyrnulið sem er eitt af minni spámönnum í efstu deild þar í landi kynnti nýverið nýjan styrktaraðila. Hamborgarakeðjan Burger King var mætt til leiks sem aðalstyrktaraðili og fær samkvæmt því hefðbundið pláss á treyjum liðsins, sem og væntanlega fleira tengt. Í sjálfu sér er þetta lítið fréttnæmt, enda Burger King eflaust að vakna til lífsins í styrktarmarkaðssetningu tengdri knattspyrnu eftir að McDonalds hefur verið mjög sýnilegt í þeim geira undanfarin ár. Hitt er athyglisverðara að í útfærslu Burger King á auglýsingunni hafa vaknað þó nokkrar spurningar. Ástæðan er sú að ekki er einungis um að ræða hefðbundna auglýsingu framan á treyjunni heldur samkvæmt venju þá nær Burger King að skapa umtal um þennan samning með því að útfæra hann á óhefðbundin hátt. Innan á treyjunni er einnig auglýsing, þar er auðkenni Burger King, konungurinn sjálfur.
Því má búast við að þegar leikmenn Getafe skori mörk þá fagni þeir á þann hátt að þeir lyfti treyjunni yfir höfuð sér, eins og algengt er, og blasir þá aðalstyrktaraðili félagsins við. Þetta er auðvitað mjög umdeilt, í fyrsta lagi eru UEFA og FIFA sífellt að færa sig uppá skaftið í að banna hitt og þetta í fagnaðarlátum og jaðrar þar oft við að reynt sé að ryðja öllum tilfinningum úr íþróttinni. Því er ljóst að þetta verður varla vinsælt þar á bæ. Í öðru lagi þá munu margir heitir aðdáendur knattspyrnunnar taka þessu illa sem enn eitt dæmið um að allt sé til sölu í þessum geira. Hitt er þó að margir aðdáendur munu hafa gaman af þessu og að sjálfsögðu fylgja leiðbeiningar með treyjunum til að fólk geti nú örugglega áttað sig á því hvernig að er farið.

Það verður fróðlegt að sjá hversu mikilli útbreiðslu þetta nær og hvort að fleiri fylgji í kjölfarið en hitt er víst að Burger King hefur náð að skapa mikið “buzz” í kringum þennan samning með þessari útfærslu. Ætli Carlsberg komi í kjölfarið með “possibly the best goal in the world” innan á treyjum Liverpool ?

Það sem mér þykir persónulega áhugaverðast er – af hverju engum hefur dottið þetta í hug fyrr ?

August 5, 2009

Nýr styrktaraðili hjá Englands og heimsmeisturum Manchester United

Filed under: Íþróttir,Markaðsmál,Sports Marketing — Stebbi Gunn @ 4:36 pm

Manchester United er knattspyrnufélag og auðvitað vörumerki sem óþarfi er að kynna. Ólíklegt er að fólk hafi ekki heyrt um félagið og hafi einhverja skoðun á því, þó svo að ekki sé endilega um knattspyrnuáhugamenn að ræða. Nýverið skrifaði nýr styrktaraðili, AON, undir samning við félagið sem á að taka gildi haustið 2010, og er til fjögurra ára. Það sem vekur athygli manna þó er einna helst það að þrátt fyrir mikla velgengni á vellinum, þá hafa aðalstyrktaraðilar félagsins síðustu ára lent í hremmingum. Fyrst var það símafyrirtækið Vodafone, sem ákvað að breyta um stefnu í styrktarmálum og hljóp frá því að styrkja félagið í að gerast styrktaraðili Meistaradeildarinnar. Styrktaraðili í dag er bandaríski tryggingarisinn AIG, sem eins og flestir vita er á brauðfótum og ekki líklegur til að styrkja félagið áfram. Því eru margir hissa á þessari ákvörðun hjá AON. Sérstaklega þegar í ljós kom að samningurinn mun vera stærri en sá sem Real Madrid og Bayern Munich hafa nýverið gert. Það er samt engin tilviljun að fjármálafyrirtæki ( AIG og AON td) horfi til styrktarmarkaðssetningar með slíku íþróttaliði sem farsæla leið til markaðslegrar aðgreiningar. Talað er um að verðmiðinn sé um 20milljón pund á ári. Í staðinn fær AON aðgang að 333 milljónum aðdáenda klúbbsins á heimsvísu ( þar af um 190 milljón í Asíu). Dýrara væri eflaust að ná til þess hóps með hefðbundnari aðferðum auk þess sem að slík ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármála hafa lítið af spennandi skilaboðum til að koma á framfæri. Aon og Manchester United
Það verður spennandi að fylgjast með hvernig til tekst. Það er auðvitað æskilegast að þessi styrktaraðili verði til lengri tíma, enda slíkt farsælla bæði fyrir styrktaraðilann sjálfan sem og knattspyrnufélagið. Slíkt á að auka tryggð, enda vont að tjalda til einnar nætur í styrktarmálefnum, þó svo að það hafi verið normið á Íslandi.

Next Page »

Create a free website or blog at WordPress.com.