Ramblings

December 1, 2009

Hörmuleg vinnubrögð

Filed under: 1 — Stebbi Gunn @ 1:33 pm
Tags: , ,

Ef það er eitthvað sem maður saknaði ekki eftir brotthvarf Blaðsins sáluga voru það heimskulegar “logostyrktarsíður” þar sem einstaka vörumerkjastjórar opinberuðu góðvild sína ( eða fákunnáttu) með því að taka þátt í einhverjum logosúpusíðum til styrktar ýmissa góðgerðarmála.

En nú tekur Morgunblaðið þetta skrefinu lengra í tilefni “fulleldisdagsins”. (Íslenska lýðveldið er sem sagt fulleldað núna)

Það sem þó vekur sérstaklega áhuga manns er hvaða hag viðkomandi fyrirtæki sjá af því að láta vörumerki sitt birtast í þessum óskapnaði. Og hvernig er samsetningin hugsuð ? Hvað eiga Olís, Sölufélag Garðyrkjumanna og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt ? Annað en kannski aðild að samráði hér og þar ?

Umrædd auglýsing

1 Comment »

  1. Þessi logo-súpa þarna neðst er eins og þraut þar sem maður á að finna það sem stingur mest í stúf.
    Hvað passar síst?
    Óskiljanlegt.

    Þessi á góða möguleika á að fá Botlangann 2009 – sísta prentauglýsingin.
    Þetta hefði ég ekki tekið þátt í þó ég hefði fengið gefins heilasíðu fyrir.

    Comment by Hörður Harðarson — December 1, 2009 @ 2:55 pm | Reply


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

Create a free website or blog at WordPress.com.